Um Autel

Höfuðstöðvar Autel eru staðsettar í Shenzhen í Kína.  Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og markaðsetningu á tækjum, búnaði og aukahlutum til bilanagreininga á bifreiðum.  Frá upphafi hefur stefna fyrirtækisins verið að þjónusta viðskiptavini sem best með endingargóðum búnaði sem er ódýr og einfaldur í notkun en jafnframt mjög tæknilegur og fylgir eftir þróun nútíma tækni í bifreiðum.

Til þess að geta boðið þessa þjónustu til viðskiptavina sinna hefur fyrirtækið lagt sig fram við að skilja kröfur notenda og nota þær sér til framdráttar við þróun á framúrskarandi vörum.  Fyrirtækið samanstendur af sérfræðinum og verkfræðingum sem hafa áralanga reynslu í þróun á bilanagreiningarbúnaði.  Fyrirtækið fjárfestir að lágmarki 20% af árstekjum sínum í þróun á nýjum vörum.

Allar Autel vörur eru framleiddar eftir ströngustu kröfum til að uppfylla alþjóðlega gæða og umhverfsstaðla, þar á meðal kröfur FCC, CE og RoHS.

Í dag hefur Autel þróast út í það að geta boðið alla línuna í bilanagreiningarbúnaði:   OBDII kóðalesara eins og MS300, MS309, flóknari OBDII kóðalesara eins og MS409 og MS509, sérhæfða kóðalesara eins og VAG505, MaxiDiag línuna og alhliða greiningarkerfið  MaxiDas.  Vörulínan inniheldur einnig aðrar vörur sem eru nýjar og fylgja hraðri þróun á bílamarkaði, t.d. vörur eins og TPMS staðsetningar og endurstillingar tæki, EPB þjónustutæki (rafmagnshandbremsa), 4-in-one bílatölvur ofl.