Uppfærslur

Þegar Autel bilanagreiningartölvur eru uppfærðar þá þarf eigandinn að byrja á því að fara inn á síðuna www.pro.auteltech.com og búa sér til aðgang þar.  Næsta skref er að skrá sig inn og þegar komið er inn á notendasvæðið þá þarf að skrá þar inn serial númer vörunnar til þess að skrá viðkomandi tölvu á einstaklinginn sem á notendareikninginn. Öllum Autel tölvum fylga fríar uppfærslur í eitt ár.  Þegar tölvan hefur verið skráð á eiganda þá byrjar að telja niður fría árið sem fylgir öllum Autel tölvum.

Hér fyrir neðan er hægt að sækja hugbúnað sem þarf að nota til að setja inn uppfærslur á Autel tölvurnar.  Þegar búið er að setja hugbúnaðinn upp á borðtölvunni þinn þá eru tveir möguleikar sem koma til greina við uppfærslu, annar möguleikinn er að taka kortið úr Autel tölvunni og setja það í kortalesara sem stingst í USB port á tölvunni þinni, forritið sem þú settir upp á tölvunni uppfærir þá kortið með þinni aðstoð.  Hinn möguleikinn er að smella á “update” takkann í Autel tölvunni , en sá möguleiki er bara á dýrari vélunum og í þeim tilfellum þarf ekki að setja upp sér hugbúnað á tölvunni þinni, þá er nóg að skrá Autel tölvuna á eiganda og eftir það á að vera hægt að smella á “update” til að klára dæmið, en auðvitað þarf Autel tölvan þá að vera nettengd annað hvort við þráðlaust net eða með kapli.

PC Suite

Software Products Latest Version Release Date Language Operation
Autel PC Suite MaxiCheck AbsSrs、MaxiCheck DP… V6.31 12/13/2013 English Download
PC Suit Mot Pro V6.33 12/13/2013 English Download
Master Pro PC Suit Master Pro V6.33 12/13/2013 English Download
VHC011 PC Suit VHC011 V6.31 11/15/2013 English Download
MaxiSYS PC Suite MaxiSYS、MaxiSYS Mini、MaxiSYS… V2.02 11/01/2013 English Download
PC Suite MaxiDAS DS708 V6.31 10/30/2013 English Download